logo transparent

Lísó - Hönnun

Stafamyndir

Framtíðin

Mynd sem tilvalin er í gjöf til fermingabarnsins, í útskriftargjöf eða við önnur tímamót.

Fjölskylda

Fjölskyldur eru allskonar, önnur fjölskylduform en móðir+faðir fást breytt án aukagjalds.

Hjónaband

Hjónabandið er ævintýri, engin ein uppskrift en hér eru valin orð sem einkenna flest. Herra og frú fæst breytt í öðrum hjónabandsformum.

Ástin

Nokkur vel valin orð um ástina. Góð áminning fyrir hverja sem er. Ástin er falleg.

Amma & Afi

Ömmur og afar eru svo dásamleg og hér eru orðin um þau.

Mynd vantar

Hér á eftir að koma mynd.

Akureyri

Akureyri hefur upp á svo margt frábært að bjóða. Hér má sjá brot af því.

Húsavík

Húsavík er dásamlegur bær og hér eru orðin sem Húsavík hefur helst uppá að bjóða.

Sérpantanir

Ömmu- og afamyndir

Barnabörnin finna orð sem lýsa ömmu og afa og nöfnin fylgja með.

Einstaklingur

Fjölskylda sem safnar orðum saman sem lýsa manneskju í tilefni afmælis eða annarra áfanga.

Hans

Hans útgáfa. Tilvalin tækifærisgjöf fyrir parið, innflutningsgjöfina eða brúðargjöf. Vinir safna saman orðum sem lýsa einstaklingnum.

Hennar

Hennar útgáfa. Tilvalin tækifærisgjöf fyrir parið, innflutningsgjöfina eða brúðargjöf. Vinir safna saman orðum sem lýsa einstaklingnum.

Lísó

Fyrir þó nokkrum árum langaði mig að gefa ömmu minni og afa jólagjöf sem hefði einhverja merkingu fyrir fjölskylduna, einhvers konar ættartré jafnvel. Eitthvað sem börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum þeirra þætti skemmtilegt að sjá upp á vegg. 
Þá varð þessi hugmynd til þar sem heimili þeirra, Túngata tíu, varð miðja nafnanna sem þau hafa skapað og tengja okkur fjölskylduböndum.
Eftir það fór ég að útbúa tækifærisgjafir fyrir hin ýmsu tilefni og með ýmis konar uppsetningu. 
Úr varð að ég fór að bjóða upp á sérpantanir og tilbúnar myndir sem hægt er að skoða nánar hér á síðunni minni.